Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacier höllinni í lokaleik 7 umferðar Bónus deildar karla.
Þór náði strax yfirhöndinni og héldu Tindastól fyrir aftan sig lungan af leiknum. En líkt og á móti Grindavík kom stór skellur í fjórða leikhluta þar sem þeir töpuðu leikhlutanum, skoruð 9 stig á móti 31 leiknum lauk Þór 78 – 101 Tindastóll
Tindastóll komnir á toppinn ásamt Stjörnunni en Þór í 7 sæti.
Fyrir leik
Þór fékk vænan skell í siðasta leik á móti Grindavík þegar þeir töpuðu sínum öðrum leik á tímabilinu og vilja ekki fara inní landsleikjahlé með tap á bakinu en orðrómar eru um að breytingar gætu orðið á leikmannahópnum í hléinu.
Tindastóll hafa unnið 5 leiki í röð og ætla örugglega að bæta þeim sjötta við hér í kvöld.
Þór er 7. Sæti með 4 sigra og 2 töp en Tindastóll situr í 2.sæti með 5 sigra og 1 tap. Ekki langt á milli svona í byrjun tímabils. Tindastóll geta tillt sér á toppin við hlið Stjörnunnar og Þórsarar geta farið í 3 sæti svo jafnt er þetta allt saman.
Byrjunarlið
Þór: J.Sample, M.Jackson, M.Bulow, Emil K, Justas.
Tindastóll: D.Basile, Drungilas, Arnar.B, Davis G, Sadio.
Gangur leiks
Þórsarar mæta sterkir til leiks í stöðunni 13-2 tekur Benedikt leikhlé Stólar 1 af 8 í skotum.
Benedikt með eldræðu vill betri skiptingar í vörn. Leikhlutinn endar 28-18.
Pétur kom inn fyrir Basile sem er komin með tvær villur og það virkar betur fyrir Stólana sem jafna.
Leikhlé Þór í stöðunni 30-30 stólar eru með lága línu sem getur spilað vörn og gera Þórsurum erfitt fyrir að drippla boltanum. Eftir leikhlé kemst meira jafnvægi á leik Þórs sem ná aftur yfirhöndinni. Brown tekur stöðu Jackson og gengur betur að koma boltanum upp völlinn og styra sókninni auk þess sem Justas kemur með gott framlag og setur tvær þriggja í röð.
Fyrri hálfleikur endar Þór 47 – 44 Tindastóll.
Þór 51% skot 24 frk
Tindastóll 40% skot 20 frk
Þórsarar ná góðri stemningu í upphafi annars hálfleiks, auk þess sem Basile er kominn með fjórar villur snemma í þriðja og Jackson hefur fengið sér kaffi í hálfleik því það er allt annað að sjá hann. Stólar ná samt að vinna upp muninn og eru komnir yfir þegar við förum í fjórða leikhluta. Þór 69-70 Tindastóll.
Basile kemur inn fyrir Arnar og Pétur er með honum það virkar vel því Arnar er ekki að hitta á góðan skotleik. Fallegt boltaflæði góð vörn og leikhlé Þór 72-84 Tindastóll. Ekkert gengur hjá heimamönnum. Tindastóll að spila hörku vörn neyða Þórsara til að drippla loftið úr boltanum auk þess sem að Basile leikur á alls oddi í sókninni.
Þór byrjuðu leikinn mjög vel en enda leikinn þeim mun verr. Lokatölur Þór 78-101 Tindastóll.
Atkvæðamestir
Þór: Marion 28 stig
Tindstóll: Giannis 27.
Hvað svo?
Nú er landsleikjahlé í deildinni. En Ísland mun leika í undankeppni EuroBasket 2025 heima og að heiman á móti Ítalíu.
Við byrjum næsta föstudag í Laugardalshöll og svo förum við til Ítalíu þar sem við munum mæta þeim á mánudaginn 25. Nóvember.
Tindastóll fær svo Álftanes í heimsókn föstudaginn 29. Nóvember kl:19:15
Þór heimsækir Stjörnuna laugardaginn 30.nóvember kl:15:00