Undanfarin ár hefur Jose Medina leikið körfubolta á Íslandi bæði hjá Þór Þorlákshöfn og Hamri. Í vor setti Jose á laggirnar körfuboltabúðir í heimabæ sínum Puerto de Santa Maria og fóru frá Hveragerði og Þorlákshöfn stór hópur drengja úr 7.8. og 9. flokk. Í vor fara stelpur úr sömu liðum.
Það er óhætt að segja að það var mikil gleði með körfuboltabúðirnar sem stóðu í heila viku. Mikill metnaður var lagður í búðirnar og bæði drengir og foreldrar himinglaðir. Samstarfsaðili búðana eru 361 Degrees og fengu drengirnir frá þeim íþróttaföt, körfuboltaskó, tösku og fleira.
Mikill metnaður var einnig lagður í upplifum foreldrar í formi vínkynningar, matarupplifunar og fleira. Búðum lauk svo með mikilli hátíð þar sem drengirnir fengu að keppa við lið frá Spáni og USA. Þarna er tækifæri að fara út fyrir rammann og gera eitthvað skemmtilegt og praktískt!
Endilega sendið spurningar á [email protected]
Hérna er kynningabæklingur fyrir búðirnar