spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristó leiddi Valsmenn til sigurs á KR

Kristó leiddi Valsmenn til sigurs á KR

Valsmenn tóku á móti KR-ingum í sannkölluðum Reykjavíkurslag í 7. Umferð Bónusdeildarinnar. Valsmenn sem hafa gengið frekar brösulega í vetur hafa aðeins unnið 2 sigra og eru með jafnmörg töp og alla deildarkeppnina á síðsta tímabili. KR-ingar sem eru nýliðar í deildinni, hafa unnið 3. Fínasta mæting á leikinn og það sem meira er að Valsmenn virðast vera fjölmennir. KR byrjuðu leikinn af krafti og voru með sannfærandi forystu eftir fyrsta leikhluta, en frábær þriðji leikhluti Valsmanna kom þeim í bílstjóra sætið. Það fór svo að Valur landaði sigri þrátt fyrir hetjulega baráttu KR-inga, 101-94

KR byrjaði leikinn töluvert betur og voru fljótir að ná sér í góða forystu. Það er eitthvað mikið að plaga sóknarmenn Vals, þeim er fyrirmunað að hitta ofan í körfuna.  KR voru greinilega mættir til að sigra vængbrotna Valsmenn voru ákafir í vörninni og létu finna fyrir sér.  Valsmenn náðu aðeins að saxa á forskotið í lokin en KR leiddu 20-27.

Kristófer, sem stýrði Val í fjarveru Jamal, sem stýrir Val í fjarveru Finns, hefur eitthvað sagt við sína menn í leikhléinu, því á innan við mínútu voru Valsmenn búnir að fá dæmdar á sig 3 villur miðað við að hafa aðeins fengið 1 allan fyrsta leikhluta. Við varð leikurinn tölvuert jafnari, Valsmenn jafnvel ívið sterkari sem náðu að minnka muninn niður í eitt stig í hálfleik, 43-44.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn á að vinna boltann og Kári setur svo niður þrist og koma Valsmönnum yfir í fyrsta skipti í leiknum.  Þetta kveikti í heimamönnum og þeir skoruðu næstu sex stig líka þegar Jakob var nóg boðið og tók leikhlé. KR skoraði sín fyrstu stig þegar tæpar 3 mínútur voru liðnar af leikhlutanum.  Valsmenn settu upp sýningu, sýndu gríðarlega grimmd í varnarleiknum og fjölbreyttan sóknarleik. Valsmenn unnu þennan leikhluta 31-16 og leiddu leikinn með 74-60.

KR byrjaði síðasta fjórðunginn og setti niður fyrstu sex stigin áður en Valur svaraði.  Valsmenn náði þó að stoppa fljótlega áhlaup KR-inga og náðu aftur upp þægilegu forskoti. KR-inga þekkja ekki að gefast upp og reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn og komast í lekikinn, Nimrod var Valsmönnum einkar erfiður.  Þegar um tvær mínútur voru eftir leiddu Valsmenn með sjö stigu.

Hjá Val átti Badmus frábæran leik með 37 stig, honum héldu bara engin bönd. Þá átti Kári skínandi leiks og setti niður 19 stig og var með 8 stoðsendingar.  Booker kom síðan geysisterkur í 4. leikhluta og setti 15 stig og 9 fráköst. Hjá KR var Nimrod með góða leik, einkar hvkur í hreyfingum, hann var með 33 stig og Linard var einnig duglegur og með 23 stig.

Næstu leikir þessara liða í Bónusdeildinni 29. nóvember þegar Valsmenn fara í Breiðholtið og heimsækja ÍR. KR aftur á móti fara í aðeins lengra ferðalag eða til Egilsstaða og taka á Hetti.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -