Næst er skotklukkan komin að Lars Erik Bragasyni leikmanni KR í Bónus deildinni, sem einnig er lykilleikmaður KV í fyrstu deildinni þar sem hann er á venslasamning. Lars er að upplagi úr Vesturbænum og hefur leikið upp alla yngri flokka KR., en hann lék sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk aðeins 16 ára gamall tímabilið 2022-23. Þá hefur hann einnig verið mikilvægur leikmaður yngri landsliða Íslands, nú síðast með undir 18 ára liði drengja sem fór á Norðurlanda- og Evrópumót síðasta sumar.
- Nafn? Lars Erik Bragason
- Aldur? 18
- Hjúskaparstaða? Lausu
- Uppeldisfélag? KR
- Uppáhalds atvik á ferlinum? Vinna fyrstu deildina með KR.
- Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Örugglega bara að airball-a skoti.
- Efnilegasti leikmaður landsins? Ólafur Geir Þorbjarnarson, spilar með KV, mjög efnilegur.
- Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Nimrod Hilliard
- Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Neh
- Uppáhalds tónlistarmaður? Friðrik Dór
- Uppáhalds drykkur? Collab
- Besti þjálfari sem þú hefur haft? Það eru margir en ég segi Borche, Jakob Sig og Falur Harðarson.
- Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Myndi taka Marek Dolezaj.
- Í hvað skóm spilar þú? Held einhverjum Paul George skóm, er ekki viss.
- Uppáhalds staður á Íslandi? Reykjavík, en Stykkishólmur er alltaf góður.
- Með hvað liði heldur þú í NBA? Engum
- Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Lebron James
- Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Það var reyndar fótboltamaðurinn Manuel Neuer.
- Sturluð staðreynd um þig? Kann á gítar (ekki mikið)
- Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 11 manna hraðaupphlaup.
- Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi hjá öðrum liðum.
- Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Árna Þrastarson, Birkir Eyþórsson og Veigar Áka Hlynsson.
- Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, fylgist mjög mikið með fótbolta.
- Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Val