Keflavík sigraði Njarðvík í kvöld í fjórðu umferð Dominos deildar karla, 77-90. Keflavík er eftir leikinn taplaust á toppi deildarinnar á meðan að Njarðvík hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur.
Karfan spjallaði við Hörð Axel Vilhjálmsson, leikmann Keflavíkur, eftir leik í Njarðtaksgryfjunni.