Keflavík B tók á móti KR í Blue höllinni í dag í fyrstu deildar kvenna. KR enn ósigraðar eftir tvo leiki en Keflavík B aðeins með einn sigur í fjórum leikjum í deildinni.
Gestirnir áttu fyrstu körfuna og leiddu allan leikinn. Sigurinn var nokkuð öruggur hjá KRingum en þær bæði hittu miklu betur og voru mun iðnari í að rífa fráköst. Staðan í hálfleik var 22 – 36 KR í vil. Kringar héldu uppteknum hætti eftir hálfleik og unnu leikinn sannfærandi 39 – 70.
Byrjunarlið:
Keflavík: Eva Kristín Karlsdóttir, Ásdís Elva Jónsdóttir, Eygló Kristín Óskarsdóttir, Hanna Gróa Halldórsdóttir og Ásthildur Eva H. Olsen.
KR: Ugne Kucinskalte, Perla Jóhannsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Fjóla Gerður G Gunnarsdóttir.
Hetjan:
Ugne átti góðan leik setti 12 stig og tók 15 fráköst fyrir KR. Anna María átti einnig góðan leik fyrir lið KR, hún setti 16 stig og tók 7 fráköst.
Kjarninn:
Keflavík B átti ekki mikinn séns í sterkt lið KR. KR létu boltann ganga vel og spiluðu hörku vörn. Greinilegt á spilamennsku KRinga að þær ætla sér stóra hluti í fyrstu deild í vetur.
Viðtöl:
Anna María Magnúsdóttir
Hörður Unnsteinsson
Elentínus Guðjón Margeirsson