Ísland laut í lægra haldi gegn Slóvakíu í Ólafssal í kvöld í þriðja leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Íslenska liðið enn án sigurs í keppninni eftir fyrstu þrjá leikina á meðan að Slóvakía hefur unnið tvo og tapað einum.
Hérna er meira um leikinn
Karfan spjallaði við Thelmu Dís Ágústsdóttur leikmann Íslands eftir leik í Ólafssal. Thelma Dís átti ágætis leik þrátt fyrir tapið, skilaði 11 stigum og 4 stoðsendingum á 32 mínútum spiluðum.