spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaSautján stiga sigur Aftureldingar

Sautján stiga sigur Aftureldingar

Mildur sunnudagur í Mosfellsbænum  þar sem heyra mátti í vinnuvélum í óðaönn á að undirbúa nýjan og glæsilegan fótboltavöll Aftureldingar fyrir sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeild í fótbolta.

ÍR-b voru mættir í heimsókn og bæði lið orðin þyrst í að sækja sigur, fyrir leikinn voru ÍR-b án stiga og Afturelding með þrjá tapaða leiki af fjórum.

Margir  fyrrverandi ÍR ingar voru í liði Aftureldingar og ljóst var að ekkert átti að gefa hér í dag.

Leikurinn byrjaði að krafti fyrir Aftureldingu þar sem þeim byrjuðu vörnina að krafti og stálu nokkrum boltum strax í upphafi leiks og komust strax í 7-0. Áfram héldu Aftureldingarmenn og settu tóninn fyrir leikinn 28 stigum í fyrsta leikhluta gegn 12 gestanna. Birgir lúðvíksson leiddi stigaskor gesta í fyrsta leikhluta með 6 stig.

Annar leikhluti var öllu betri hjá ÍR-b sem tóku 15-9 kafla og minnkuðu muninn í 37-29 en heimamenn hleyptu þeim ekki mikið nær og lokuðu fyrri hálfleik með 64-32 mun

Elvar Máni Símonarson bauð heldur betur til veislu í dag þar sem hann tróð boltanum með glæsibrag fjórum sinnum í leiknum en hér að neðan má sjá myndband með nokkrum af þeim.

Elvar Már treður boltanum

Seinni hálfleikur varð minna spennandi en Afturelding hélt ÍR-ingum vel fyrir aftan sig og fóru með leikinn í mest 20 stiga mun sem hélst þannig að mestu út leikinn sem endaði 90-73 fyrir mosfellinga. Heimamenn róteruðu vel á sínum mönnum en allir 12 leikmenn komu til sögu í leiknum.

Atkvæðamestur fyrir gestina var Birgir Lúðvíksson með 29 stig og fyrir heimamenn var stigaskor vel dreift og er sem hér segir: Alex 21 stig, Elvar Máni 15, Óskar V 12, Kjartan 10, Magni 10, Hlynur 5, Kristófer 5, Markús 3, Eiríkur 3 og Bragi 2 stig.

Staðan í deildinni

Tik tok reikningur UMFA Aftureldingar

Fréttir
- Auglýsing -