spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍA leiðir Vesturlandið

ÍA leiðir Vesturlandið

Skagamenn í ÍA tóku í kvöld á móti Snæfellingum frá Stykkishólmi í 5. umferð 1. deildar.  Liðin höfðu farið misvel af stað í upphafsleikjum deildarinnar, ÍA í 1. sæti ásamt fjórum öðrum liðum með þrjá sigra og eitt tap á meðan Snæfell var í 9. sæti með einn sigur og þrjú töp. 

Önnur úrslit kvöldsins


ÍA tapaði upphafsleik mótsins en var búið að vinna þrjá leiki í röð síðan á meðan Snæfell vann upphafsleik mótsins á útivelli en hafði svo tapað þremur leikjum í röð síðan.
ÍA var fyrir leikinn ósigrað á heimavelli en hafði þó aðeins leikið einn heimaleik í deildarkeppninni fyrir leik kvöldsins en Snæfell sótti sinn sigur á tímabilinu á útivöll.

Skagamenn mættu miklu ákveðnari til leiks og ætluð sér klárlega að eiga vesturlandið eftir sigur á Skallagrími í Borgarnesi í síðustu umferð.  Þeir náðu fljótt góðri forystu sem þeir létu aldrei af hendi og leiddu 30-15 eftir fyrsta leikhluta.  Munurinn í hálfleik var svo kominn í 25 stig þar sem kyssuberið ofan á rjómann var 3ja stiga flautukörfu heimamanna þegar hálfleiks flautið gall, eitthvað sem Snæfell þurfti ekki.

Snæfellingar hafa greinilega lagt vel á ráðin fyrir seinni hálfleikinn en það var allt annað að sjá liðið í upphafi síðari hálfleiks, og á sama tíma var eins og leikmenn ÍA héldu að þetta væri bara komið og það þurfti ekkert að spila þennan seinni hálfleik.  En áhlaup Snæfells í byrjun þriðja leikhluta vakti Skagamenn hægt og rólega og þegar leið á síðari hálfleik héldu Skagamenn forystunni í kringum 15-20 stigin og leiknum lauk með sama stigamun og var eftir fyrsta leikhluta og lokatölur leiksins 94-79 fyrir ÍA.

ÍA heldur því áfram í baráttunni um 1. sæti deildarinnar á meðan Snæfell heldur áfram í baráttunni um að slíta sig frá botnbaráttunni.

Kinyon Hodges var atkvæðamestur hjá ÍA í kvöld með 21 stig, auk þess að stela 8 boltum, taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Kristófer Már Gíslason endaði leikinn með 19 stig, þar af komu 13 í upphafi leiksins. Victor Bafutto setti í tvöfalda tvennu, 15 stig og 15 fráköst. Styrmir Jónsson var stoðsendingahæsti maður vallarins með 5 stoðsendingar auk þess að setja 14 stig.

Khalyl Jevon Waters var stigahæstur Snæfellinga með 22 stig auk þess að taka 6 fráköst og stela 4 boltum. Alejandro Rubiera Raposo setti 20 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.
Juan Luis Navarro henti í tvöfalda tvennu, 15 stig og 11 fráköst, auk þess að vera stoðsendingahæstur gestanna með 4 stoðsendingar.

Athyglisverðir punktar úr leiknum:

-ÍA stal boltanum alls 8 sinnum í leiknum en Kinyon Hodges stal þeim öllum.

-Allir leikmenn Snæfells komu við sögu í leiknum.

-Snæfell tók 20 sóknarfráköst í leiknum.

-Snæfell tók 18 fleiri skot utan af velli en ÍA.

-Bæði lið hittu 30 skotum utan af velli í leiknum.

-ÍA endaði leikinn með 42% þriggja stiga nýtingu.

Myndasafn (Jónas H. Ottósson)

Tölfræði leiks

Umfjöllun / HGH

Fréttir
- Auglýsing -