Hannes S. Jónsson framkvæmdarstjóri KKÍ verður í leyfi frá stöfum hjá sambandinu frá og með 5. nóvember nk. fram yfir Alþingiskosningar sem fram fara í lok mánaðarins. Staðfestir sambandið þetta með fréttatilkynningu fyrr í dag. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan, en formaður KKÍ Guðbjörg Norðfjörð mun vera í forsvari fyrir sambandið á meðan og þá mun Sigrún Ragnarsdóttir skrifstofustjóri starfa sem staðgengill framkvæmdarstjóra.
“Frá og með 5. nóvember mun framkvæmdastjóri KKÍ, Hannes S. Jónsson, verða í leyfi frá störfum fram yfir Alþingiskosningarnar 30. nóvember en eins og flestum ykkar er kunnugt um er hann í framboði til Alþingis. Þegar ljóst var að Hannes yrði á framboðslista óskaði hann eftir leyfi og hafa formaður og stjórn sambandsins samþykkt það.
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, formaður, verður í forsvari fyrir sambandið á meðan og Sigrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri, mun stýra verkefnum skrifstofu sem staðgengill framkvæmdastjóra.”