Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves máttu þola tap í nótt fyrir liði Trinity International í bandaríska háskólaboltanum, 83-71. Wolves leita því enn að fyrsta sigur vetrarins, en liðið hefur tapað fyrstu átta leikjum tímabilsins.
Orri var atkvæðamestur sinna manna í leiknum í nótt. Á 37 mínútum spiluðum skilaði hann 17 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu, en hann setti niður fimm þrista úr níu tilraunum. Næsti leikur Wolves er gegn Trinity Christian College þann 23. janúar.