spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar í efsta sæti Bónus deildarinnar fram yfir landsleikjahlé

Haukar í efsta sæti Bónus deildarinnar fram yfir landsleikjahlé

Haukar höfðu betur gegn Val í kvöld í N1 höllinni í 5. umferð Bónus deildar kvenna, 69-84. Eftir leikinn eru Haukar einar á toppi deildarinnar með fjóra sigra og eitt tap á meðan að Valur er í 6.-9. sætinu með tvo sigra og þrjú töp.

Þrátt fyrir að Haukar hafi sigrað leik kvöldsins nokkuð örugglega var hann jafn framan af. Eftir fyrsta leikhluta voru heimakonur tveimur stigum á undan, en þegar í hálfleik var komið höfðu Haukar ná góðum tökum á leiknum og voru tólf stigum yfir. Í seinni hálfleiknum láta þær svo kné fylgja kviði, eru mest 28 stigum yfir, en sigra að lokum með 15 stigum, 69-84.

Atkvæðamest fyrir Val í leiknum var Jiselle Thomas með 21 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Henni næst var Alyssa Cerino með 16 stig og 8 fráköst.

Fyrir Hauka var það Lore Devos sem dró vagninn með 21 stigi og 12 fráköstum. Þá bætti Diamond Battles við 17 stigum og 4 fráköstum.

Bónus deildin er nú komin í nokkurra vikna landsleikjahlé, en næst leika Haukar þann 16. nóvember gegn Þór Akureyri heima í Ólafssal. Valur á svo leik degi seinna þann 17. nóvember gegn Aþenu í Austurbergi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -