spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaUmfjöllun & viðtal: Lögðu Leikni í Fylkishöllinni

Umfjöllun & viðtal: Lögðu Leikni í Fylkishöllinni

Fylkismenn tóku á móti Aþenu/Leikni í toppslag í annarri deild karla á laugardaginn. Aþena/Leiknir voru ósigraðir fyrir leikinn á meðan Fylkir voru búin að vinna þrjá leiki í röð eftir að tapa fyrsta leiknum sínum. Liðin skiptust á körfum í upphafi leiks en Aþena/Leiknir voru 5 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta eftir sýningu frá Guðjóni Logasyni og Ingva Ingvasyni sem skoruðu samtals 20 stig í fyrsta leikhluta.

Fylkismenn fóru vel af stað í öðrum leikhluta og voru fljótir að komast yfir. Finnur Tómasson kom inná og setti 3 þrista í sínum fyrsta leikhluta fyrir Fylki en hann var að koma á vensla samning frá Val. Það var samt mjög jafnt á milli liðunum í hálfleik en Fylkismenn voru yfir 53-52.

Heimamenn settu í lás í þriðja leikhluta og héldu gestunum í 16 stigum. Á sama tíma fóru þriggja stiga skotin að detta hjá Fylki en þeir settu 6 af 12 tilraunum sínum úr þriggja stiga í þriðja leikhluta. Fylkismenn voru yfir með 10 stigum eftir þrjá leikhluta og héldu þeirri forystu fram að leikslokum en leikurinn endaði 100-90 fyrir Fylki.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -