spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSnæfell með góðan sigur í Blue höllinni 

Snæfell með góðan sigur í Blue höllinni 

Keflavík B tók á móti Snæfell í Blue höllinni í dag í fyrstu deildar kvenna. Bæði lið að leita að sigri númer tvö á tímabiinu. 

Keflavík skoruðu fyrstu stig leiksins en Snæfell voru mun sterkari í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta 8 – 18. Keflavík átti ágætis áhlaup en Snæfell kláraði voru einfaldlega betri í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik 22 – 38. Hanna Gróa stigahæst hjá Keflavík með 10 stig og Carlotta með 13 fyrir Snæfell. 

Snæfell byrjaði þriðja leikhluta á að bæta í forystu sína. Þær komust mest 23 stigum yfir áður en Keflavík mættu loks til leiks og náðu að kroppa aðeins niður forystu gestanna. Staðan fyrir fjórða leikhluta 41 – 57. Keflavík voru aðeins betri í fjórða leikhluta en hvorugt liðið var að hitta neitt sérstaklega vel. 53 – 66 lokatölur. 

Byrjunarlið: 

Keflavík: Eva Kristín Karlsdóttir, Ásdís Elva Jónsdóttir, Eygló Kristín Óskarsdóttir, Hanna Gróa Halldórsdóttir og Ásthildur Eva H. Olsen 

Snæfell: Danielle Elizabeth Shafer, Alfa Magdalena Frost, Ingigerður Sól Hjartardóttir, Carlotta Ellenrieder og Adda Sigríður Ásmundsdóttir. 

Hetjan: 

Hanna Gróa var líflegust í liði Keflavíkur, hún setti 19 stig og tók 10 fráköst í dag. Danielle Elizabeth átti góðan leik og skilaði 22 stigum. Carlotta var ekki bara best í liði Snæfells heldur lang best á vellinum, tröllatvenna 20 stig og 26 fráköst. 

Kjarninn: 

Keflavík B átti ekki séns í sterkar Snæfells stelpur í dag. Snæfell er með flott lið. Einstaklega skemmtilegt að sjá ungu stelpurnar hjá Snæfell en Valdís sem er ekki nema 13 ára átti stórgóða innkomu í dag og skoraði 11 stig. 

Tölfræði 

Viðtöl

Valdís Helga Alexanderdóttir 

Alejandro Rubiera Raposo 

Elentínus Guðjón Margeirsson 

Fréttir
- Auglýsing -