Þór Akureyri hefur samið við Nataliu Lalic um að leika með félaginu í Bónusdeild kvenna.
Natalia er áströlsk en með ítalskt vegabréf og lék áður í bandaríska háskólakörfuboltanum með Indiana State Sycamores frá 2020 til 2023. Hún er 25 ára gömul og leikur sem bakvörður.
Hún kemur til Þórs frá Woodville Warriors í heimalandinu þar sem hún lék í NBL1 deildinni.