spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun, myndir og viðtöl: Tindastóll hafði betur!

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tindastóll hafði betur!

Gera má ráð fyrir skemmtun af bestu gerð þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mætast.


Bæði lið státa af af stórum karakterum og mikil gæði eru í báðum leikmannahópum. Síðan eiga þessi lið stuðningsmenn sem eru þekktir fyrir að styðja sína menn og bæði búa að þéttu baklandi í sínum heimahögum.


Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og það var eins og Grindavík væri vart mættir til leiks. Virkuðu hálf ráðalausir við hröðum leik Tindastóls. Vörnin ekki góð og Tindastóll fljótt komnir með öfluga forystu sem þeir bættu stöðugt við.


Liðin gengu til leikhlés í stöðunni 45-59 , 14 stiga forysta Tindastóls.


Seinni hálfleikur byrjaði heldur betur fyrir heimamenn sem áttu góð áhlaup og stemningskörfur sem kveiktu hressilega í stuðningsmönnum þeirra. Munurinn var minnstur 4 stig í þriðja leikhluta. Tindastóll átti þá sterkan endasprrett og staðan 63-77 er lokaleikhluti hófst.


Fjórði leikhluti var nokkuð jafn og Tindastóll hélt Grindvíkingum í öruggri 8-11 stiga fjarlægð lengst af. Undir lokin kom sterkt áhlaup heimamanna og munurinn aðeins 4 stig þegar 30 sek voru eftir.


Tindastóll hélt þetta þó út og höfðu sigur. Lokatölur: 90-93

Þær urðu óvenju margar heimsóknirnar hjá dómurunum að VAR skjánum sem leiddi til betri niðurstöðu í vafaatriðum. Þeir voru sem betur fer allaf snöggir að skoða þannig að tafir voru í lágmarki

Stigahæstir í Grindavík voru Devon Tomas og Kane með samtals 49 stig.


Hjá Tindastól voru Sadio og Basile með alls 51 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -