spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSkotklukkan: Ásdís Elva Jónsdóttir

Skotklukkan: Ásdís Elva Jónsdóttir

Næst er skotklukkan komin að leikmanni Keflavíkur Ásdísi Elvu Jónsdóttur. Ásdís er 17 ára og að upplagi úr Njarðvík þó hún hafi leikið með yngri flokkum Keflavíkur á síðustu árum. en hún hóf að leika fyrir meistaraflokk Keflavíkur á síðustu leiktíð. Þá hefur hún einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðasta sumarið 2023 með undir 16 ára liðinu sem fór á Norðurlandamót og Evrópumót.

  1. Nafn? Ásdís Elva Jónsdóttir
  2. Aldur? 17 ára
  3. Hjúskaparstaða? Lausu
  4. Uppeldisfélag? Spilaði fyrstu árin í Njarðvík.
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Allt tímabilið 2023 – 2024, þegar við unnum alla titlana.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem mér dettur í hug sem er vandræðilegt.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Katla í Stjörnuni er mjög efnileg, en líka tvær stelpur í Keflavík Björk og Lísbet.
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Daniela Wallen eða Jasmine Dickey.
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Ég er mjög hjátrúarfull, er alltaf í sömu sokkum og innanundirfötum í hverjum leik, svo borða ég alltaf það sama fyrir leiki.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake alltaf góður.
  11. Uppáhalds drykkur? Mjólk og Appelsín.
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Pabbi minn er í uppáhaldi hjá mér, hefur alltaf fundist gott að vera hjá honum.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Jóhönnu Ýr úr Hamar/Þór.
  14. Í hvað skóm spilar þú? Er akkúrat núna í Kobe 4 eða GT cut 2.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Aðalvík er í miklu uppáhaldi.
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Hef haldið með Lakers frá því ég var lítil.
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Kobe Bryant!
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Mín besta Sara Rún Hinriksdóttir.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Uppáhalds maturinn minn er fiskur.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5 á fullan völl.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir kerfi.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Hönnu Gróu í Kef, Jóhönnu í Hamar/Þór og Fanney í Stjörnuni.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Ekki mikið, en ef Ísland er að spila þá horfi ég stundum.
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég myndi aldrei fara í Aþenu.
Fréttir
- Auglýsing -