spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur Njarðvíkur á Egilsstöðum

Öruggur sigur Njarðvíkur á Egilsstöðum

Njarðvík hafði betur gegn Hetti í MVA höllinni á Egilsstöðum í kvöld í fjórðu umferð Bónus deildar karla, 76-91. Eftir leikinn er Njarðvík með þrjá sigra og eitt tap á meðan Höttur hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur.

Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir úr Njarðvík öll völd á vellinum. Leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta og 9 stigum í hálfleik. Í seinni hálfleiknum gerir Njarðvík svo vel að hleypa Hetti aldrei almennilega inn í leikinn og er niðurstaðan að lokum öruggur 15 stiga sigur þeirra, 76-91.

Njarðvíkingar voru að leika án síns besta leikmanns Dwayne Lautier í kvöld, en hann var frá vegna meiðsla. Atkvæðamestur fyrir þá í leiknum var Khalil Shabazz með 34 stig og 6 fráköst. Honum næstur var Veigar Páll Alexandersson með 17 stig og 4 fráköst.

Fyrir heimamenn í Hetti var Obie Trotter atkvæðamestur með 21 stig og 6 stolna bolta. Við það bætti Nemanja Knezevic 14 stigum og 4 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -