Njarðvík lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í fjórðu umferð Bónus deildar kvenna, 57-79. Leikurinn var sá fyrsti sem Haukar tapa á tímabilinu, en þær eru eftir hann í 1.-2. sætinu með þrjá sigra og eitt tap. Njarðvík er hinsvegar í 3.- 8. sætinu með tvo sigra og tvö töpþað sem af er tímabili.
Leikur kvöldsins var jafn lengi vel framan af. Aðeins munaði tveimur stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 19-17 og jafnt var í hálfleik, 36-36. Í upphafi seinni hálfleiksins nær Njarðvík svo góðu áhlaupi og eru þær með 17 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 45-62. Í honum gera þær svo nóg til að sigra nokkuð örugglega að lokum, 57-79.
Atkvæðamest í lið heimakvenna í leiknum var Lore Devos með 20 stig og 10 fráköst. Fyrir gestina úr Njarðvík voru Emilie Hesseldal með 15 stig, 16 fráköst og Brittany Dinkins með 30 stig og 11 fráköst.
Viðtöl / Márus Björgvin