spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHáspennu jafn og skemmtilegur leikur í Keflavík 

Háspennu jafn og skemmtilegur leikur í Keflavík 

Keflavík fékk Þór Akureyri í heimsókn í Blue höllina í kvöld í fjórða leik Bónus deildar kvenna. Bæði lið komu inn í leikinn með sigur í síðustu umferð þar sem gestirnir lögðu Grindavík og Keflavík vann Val. 

Heimastúlkur skoruðu fyrstu körfuna og leiddu framan af, en mjög jafnt var með liðunum og Þór gerði vel í að hleypa Keflavík ekki of langt frá sér. Gestirnir komust yfir í stutta stund þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru fljótar að svara. Æsispennandi og jafn leikhluti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25 – 24. 

Þór átti fyrstu körfuna í öðrum leikhluta. Áfram var jafnt með liðunum þar til um miðbik leikhlutans þegar Keflavík átti góðan kafla og komust mest 9 stigum yfir. Þórsarar gerðu vel, hleyptu heimastúlkum ekki lengra fram úr sér og náðu muninum niður í eina körfu. Keflavík voru aðeins betri síðustu sekúndur leikhlutans. Staðan í hálfleik 63 – 56. Jasmine með 21 stig og 3 villur, Katarina 13 stig fyrir Keflavík og Madison með 14 stig og 6 fráköst fyrir Þór Akureyri. 

Áfram var jafnt með liðunum í þriðja leikhluta. Hraður, jafn og skemmtilegur leikur. Þór jafnaði leikinn þegar tæpar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum 72 – 72. Gestirnir gerðu vel og kláruðu leikhlutann körfu yfir. Staðan eftir þriðja leikhluta 75 – 77. 

Keflavík skoruðu fyrstu körfuna og jöfnuðu leikinn í fjórða leikhluta. Leikurinn var áfram spennandi og jafn. Bæði lið að spila til sigurs og mikil barátta. Leikurinn var í járnum fram að leikslokum og bæði lið líkleg til sigurs. Frábær leikur, mikið skorað og spennandi loka sekúndur. Lokatölur 97 – 93 Keflavík í vil. 

Byrjunarlið: 

Keflavík: Katrina Eliza Trankale, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir, Jasmine Dickey og Anna Lára Vignisdóttir. 

Þór Akureyri: Esther Marjolein Fokke, Eva Wium Elíasdóttir, Hrefna Ottósdóttir, Amandine Justine Toi og Madison Anne Sutton. 

Hetjan: 

Hjá gestunum var Armandine Justine Toi mjög góð og setti 32 stig, Maddison Anne Sutton átti einnig góðan leik með 18 stig og 16 fráköst. Hjá heimastúlkum setti Jasmine Dickey 25 stig og tók 13 fráköst. Katarina Eliza Trankale átti mjög góðan leik og setti 22 stig. Agnes María Svansdóttir spilaði svakalega vel og var með 20 stig. Frábær innkoma hjá henni. 

Kjarninn: 

Breiddin er mikil hjá Keflavík, með Emilíu, Söru Rún og Birnu meiddar sem myndu heilar ganga inn í flest byrjunarlið á landinu landaði Keflavík sigrinum á móti fáliðuðum Þórsurum í hörku leik. 

Tölfræði 

Viðtöl

Friðrik Ingi Rúnarsson 

Agnes María Svansdóttir 

Daníel Andri Halldórsson 

Fréttir
- Auglýsing -