spot_img
HomeBikarkeppniÞrjú lið komin áfram í 16 liða úrslit VÍS bikarkeppninnar

Þrjú lið komin áfram í 16 liða úrslit VÍS bikarkeppninnar

Þrír leikir fóru fram í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar í dag.

Grindavík lagði b lið KR á Meistaravöllum, Njarðvík hafði betur gegn Ármanni í Laugardalshöllinni og í Skógarseli vann Valur heimamenn í ÍR.

Síðustu sex viðureignir 32 liða úrslitanna fara svo fram á morgun, en í heild verða aðeins níu leikir í 32 liða úrslitunum. Liðin sem ekki voru dregin þegar dregið var í viðureignirnar eru Haukar, Sindri, Þór Þ., Höttur, Stjarnan, KR, KV og eru þau öll komin áfram í 16 liða úrslitin.

Dregið verður í 16 liða úrslitum í hádeginu á miðvikudaginn.

Úrslit dagsins

VÍS bikar karla – 32 liða úrslit

Ármann 84 – 116 Njarðvík

Ármann: Arnaldur Grímsson 19/7 fráköst, Frosti Valgarðsson 14, Zach Naylor 13/5 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 12, Frank Gerritsen 7, Alfonso Birgir Söruson Gomez 6, Adama Kasper Darboe 5/4 fráköst, Kári Kaldal 5/4 fráköst, Magnús Sigurðsson 3, Valur Kári Eiðsson 0, Þorkell Jónsson 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0.


Njarðvík: Khalil Shabazz 27, Mario Matasovic 24/10 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 14, Dominykas Milka 13/5 fráköst, Isaiah Coddon 12/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 8, Guðmundur Aron Jóhannesson 7/5 fráköst, Patrik Joe Brimingham 4, Snjólfur Marel Stefánsson 3/8 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 2, Mikael Máni Möller 1, Alexander Smári Hauksson 1/5 fráköst.

KR b 69 – 93 Grindavík

KR b: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 11, Finnur Atli Magnússon 9/8 fráköst, Helgi Mar Magnusson 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hjalti Kristinsson 6, Ellert Arnarson 6, Matthías Orri Sigurðarson 0, Árni Árnason 0, Guðmundur Þór Magnússon 0, Jens Gudmundsson 0, Ólafur Már Ægisson 0.


Grindavík: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/12 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 14/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 14, Deandre Donte Kane 12/5 stoðsendingar, Daniel Mortensen 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Tomas 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Valur Orri Valsson 4, Kristófer Breki Gylfason 3, Jón Eyjólfur Stefánsson 2/4 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 2/6 fráköst, Sölvi Páll Guðmundsson 0.

ÍR 72 – 106 Valur

ÍR: Jacob Falko 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Zarko Jukic 16/14 fráköst, Oscar Jorgensen 14, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Aron Orri Hilmarsson 6, Tómas Orri Hjálmarsson 5, Jónas Steinarsson 2/5 fráköst, Matej Kavas 2, Teitur Sólmundarson 0, Magnús Dagur Svansson 0, Atli Rafn Róbertsson 0, Bjarni Jóhann Halldórsson 0.

Valur: Taiwo Hassan Badmus 23/7 fráköst, Kári Jónsson 19/5 fráköst, Brynjar Snaer Gretarsson 19/4 fráköst, Sherif Ali Kenny 18/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 12/9 fráköst, Karl Kristján Sigurðarson 4, Oliver Thor Collington 3, Finnur Tómasson 3, Frank Aron Booker 3, Ástþór Atli Svalason 2, Símon Tómasson 0.Dómarar: Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Einar Valur Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -