Skagamenn ÍA tóku á móti Þórsurum frá Akureyri í ný opnuðu íþróttahúsinu við Vesturgötu en þetta var fyrsti heimaleikur ÍA á tímabilinu.
Bæði lið höfðu spilað tvo leiki fyrir leik kvöldsins þar sem ÍA hafði tapað einum leik og unnið einn á meðan Þórsarar höfðu tapað báðum sínum leikjum.
Þórsarar byrjuðu upphafs mínútur leiksins á þeim nótum að þeir væru mættir til að sækja sinn fyrsta sigur og komust í 0-4 en heimamenn í ÍA voru ekki á því að gefa eftir ný uppgerðann heimavöll sinn, tóku öll völd á vellinum og leiddur eftir fyrsta leikhluta 29-15. Það hægðist aðeins á stigaskori heimamanna í öðrum leikhluta en sem betur fer fyrir þá þá áttu Þórsarar mjög erfitt með að setja stig á töfluna og ÍA leiddi því í hálfleik 43-22. Allt í lagi skor hjá heimamönnum en lágt skor Akureyringa mikið àhyggjuefni.
Seinni hálfleikur náði aldrei neinu flugi og úrslitin því nánast ráðin, þriðji leikhluti einhvern vegin bara leið og í fjórða leikhluta þá fóru liðin að rótera liðum sínum og lokatölur leiksins urðu 96-74 ÍA í vil.
Helsta tölfræði leikmanna ÍA
Kinyon 21 stig, 6 stoðsendingar, 4 fráköst, 4 stolnir
Kristófer Már 16 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar
Victor 13 stig, 11 fráköst
Lucien 13 stig, 5 stoðsendingar, 3 stolnir
Tómas Davíð 11 stig, 11 mín.
Helsta tölfræði leikmanna Þórs
Tim 13 stig, 5 fráköst
Páll Nóel 13 stig, 12 mín.
Reynir Bjarkan 12 stig, 4 fráköst
Andri Már 10 stig
Andrius 8 stig, 10 fráköst
Punktar úr leiknum:
-Þór komst í 4-0 og leiddi ekki með fleiri stigum í leiknum eftir það.
-Um miðjan þriðja leikhluta skorar Þór fyrstu 3ja stiga körfu sína í leiknum í sinni 17. tilraun.
-ÍA hitti úr 12 af 28 þriggja stiga skotum sínum (42%) á meðan Þór hitti úr 4 af 31 þriggja stiga skotum sínum (12%).
-ÍA skoraði 31 stig eftir tapaða bolta Þórs á meðan Þór skoraði 9 stig eftir tapaða bolta ÍA.
-Þór skoraði 22 stig í fyrri hálfleik en skoruðu 24 stig í þriðja leikhluta.
-Allir leikmenn beggja liða komu við sögu í leiknum.
Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson