spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun, myndir & viðtöl - El Clasico af bestu gerð!

Umfjöllun, myndir & viðtöl – El Clasico af bestu gerð!

Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur var frábær skemmtun frá fyrstu mínútu til hinar síðustu. Stemningin í húsinu var eins og í úrslitakeppni, nánast fullt hús og áhangendur beggja liða  létu vel í sér heyra.

Gestirnir byrjuðu heldur betur og leiddu lengst af í fyrsta leikhluta en þá kom gott áhlaup Keflavíkur sem skilaði þeim 5 stiga forystu. Leikurinn var hraður og mjög skemmtilegur. Leikmenn allir í góðu stuði og mikil hreyfing á mönnum.

Annar leikhluti var einnig jafn og áhorfendum var mjög skemmt með glæsilegum tilþrifum á báðum endum vallarins. Keflvíkingar settu síðan í sannkallaðn fluggír undir lokin og fór með 10 stiga forystu til leikhlés.

Í þriðja leikhluta voru heimamenn áfram sterkara liðið og breikkaði bilið jafnt og þétt og voru lengst af með 10-14 stiga forystu og fóru til fjórða leikhluta í stöðunni 76-65. Það var áfamhaldandi spenna í lokin. Njarðvíkingar áttu heilmikið inni og börðust eins og ljón. Þegar rúmar 5 mín voru eftir þá jöfnuðu þeir 78-78 og komust síðan yfir! Lokamínúturnar voru æsispennandi, Njarðvíkingar með frumkvæðið en heimamenn jöfnuðu jafnóðum.

Leikhlé þegar 17 sek eru eftir, Njarðvík einu stigi yfir 86-87 og Pétur teiknar upp lokasóknina. Keflavík missir boltann og brjóta.  Dómarar voru ekki klárir hvað gerðist og líta á skjáinn. Niðurstaðan er tvö skot. Isaiha á punktinum setur tvö stig. Það munar þremur stigum og 7,1 sek eftir. Pétur teiknar aðra sókn, klárlega þá síðustu! Njarðvíkingar hafa nokkrar villur að gefa og brjóta……og hafa að lokum sigur! Lokatölur: 88-89

Það er október, húsið pakkfullt og körfuboltaskemmtun eins og best verður á kosið!

Stigahæstur í Keflavík var Wendell með 21 stig

Í Njarðvík var  Milka stigahæstur með tröllatvennu: 25 stig og 16 fráköst

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -