spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHaukar lítil fyrirstaða fyrir stólana

Haukar lítil fyrirstaða fyrir stólana

Fyrir leikinn höfðu heimamenn í Tindastól tapað gegn KR í fyrstu umferð en unnu ÍR í breiðholtinu fyrir viku. Á meðan hafnarfjarðarliðið var á botni töflunar með 0 stig.



Everage setti fyrstu stig leiksins fyrir Hauka, Sadio svaraði en Everage setti niður 2 stig á móti 2-4 var staðan 88 sekúndur. Lið Tindastóls tók yfir leikinn hægt og rólega eftir þetta og staðan að loknum fyrsta leikhluta 32-22. Mikið skorað og einhvað minna um stórkostlega varnartakta.



Þegar bjallan flautaði svo til loka fyrri hálfleiks var staðan orðin 60-46 og ef ekki hefði verið fyrir 21 stig frá Everage í fyrri hálfleik þá hefðu Haukar getað hætt þarna.



Seinni hálfleikur byrjar á því að Sadio Doucoure fer langleiðina með það að rífa þakið af húsinu með fyrstu troðslu sinni í kvöld. Everage setur næstu 5 stig og jafnframt sín síðunstu í þessum leik og eftir það varð allt mun erfirðara fyrir hafnarfjarðarliðið.
Haukaliðið hitti ílla og skoraði ekki körfu í fjórar mínútur þegar það slökknaði á aldursforsetanum og Tindastóls liðið jók forskot sitt fyrir loka leikhlutann í 83-63.



Tindastóll vann alla leikhlutana og að lokum leikinn sjálfann 106-78 og sennilega hefur feriðin til baka í Hafnarfjörð verið erfið eftir svona kvöld.

Tölfræði leiksins

Atkvæðamestir voru Sadio Doucoure með 29 stig og 10 fráköst og Dedrick Deon Basile með 19 stig, 2 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
Hjá Haukum var það hinn 39 ára gamli Everage Lee Richardson með 26 stig, 5 fráköst og 1 stolinn bolta.

Myndasafn

Viðtöl :

Næst fá Haukar nágranna sína í Stjörnunni í heimsókn á meðan Tindastóll fer í Smárann og spilar gegn Grindavík í Bónusdeildinni, en fyrst er leikin umferð í VÍS bikarnum.

Fréttir
- Auglýsing -