spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUmfjöllun & viðtal: Lögðu ÍR örugglega í Umhyggjuhöllinni

Umfjöllun & viðtal: Lögðu ÍR örugglega í Umhyggjuhöllinni

Stjarnan fékk nýliða ÍR í heimsókn í Garðabæinn í 2. umferð Bónus deildar karla.

Gangur leiks

Leikurinn hefst hér í Garðabæ og bæði lið byrja leikinn af ákefð og og keyra sterkt á körfuna, en ÍR-ingar koma sér í þokkabót framhjá ákafri vörn Stjörnunnar með auka sendingum og hreyfingu án boltans. Stjarnan tekur sterkan 8-0 kafla, þannig að ÍR-ingar taka leikhlé þegar það eru rúmar 1:50 eftir af fyrsta leikhluta. Stjarnan klára fyrsta leikhluta sterkt og enda á 13-0 kafla, og fyrsti leikhluti endar 28-11 fyrir Stjörnunni. Stjarnan er með yfirhöndina og leiða inn í hálfleik með 22 stiga forustu, 56-34.

Atkvæðismestir í hálfleik voru Orri Gunnarsson í Stjörnunni með 11 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu og í ÍR var það Matej Kavas með 8 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu.

Seinni hálfleikur hefst og bæði lið byrja mjög sterkt og eru mikið að koma sér í fullt af færum, en ÍR-ingar eru aðeins búin að kveikja á sér og eru á fullu að reyna minnka munnin. Stjarnan heldur forystunni áfram og þriðji leikhluti endar 83-63 fyrir Stjörnnuni. Stjarnan heldur forystunni og klára þetta alveg í þeim fjórða, leikurinn endar 117-88 fyrir Stjörnunni.

Atkvæðamestir


Í Stjörnunni var það Jase Febres með 24 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingar og hjá ÍR var það Jakob Falko með 18 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingum.

Hvað svo?


Næstkomandi fimmtudag fær ÍR Þór Þórlákshöfn í heimsókn, en Stjarnan fer í heimsókns til Hauka næstkomandi föstudag.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -