spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir náðu í fyrsta Bónus sigurinn í Skógarseli

Stólarnir náðu í fyrsta Bónus sigurinn í Skógarseli

Tindastóll lagði ÍR í kvöld í Skógarseli í annarri umferð Bónus deildar karla, 82-93. Sigurinn sá fyrsti sem Stólarnir vinna í deildinni, en ÍR hefur tapað leikjum sínum í þessum fyrstu tveimur umferðum.

Gangur leiks

Leikurinn fer af stað og ÍR-ingar byrja mjög sterkt og eru stanslaust að keyra á körfuna og koma sér í sín bestu færi en þeir Tindastólsmenn koma sér af stað og ná að koma sér oftar á körfuna. Fyrsti leikhluti klárast 18-15 ÍR í vil.

ÍR byrjar annan leikhlutann jafn vel líkt og þeir byrjuðu leikinn. Þegar Stólarnir taka leikhlé þegar það eru rúmar 6:40 eftir þá eru þeir yfir með 7 stig. Stólamenn halda áfram að gera sitt og eru á fullu að keyra á körfuna en ÍR er bara skrefinu á undan, þegar það eru 30 sekúndur eftir af öðrum leikhluta þá fiskar  Basile óíþróttmannslega villu og nælir sér síðan í körfu og villu að auki. Fyrri hálfleikur endar 53-42 fyrir í ÍR.

Atkvæðismestir í hálfleik hjá ÍR er það  Falko með 19 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar og hjá Stólunum er það Basile með 9 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar.

Stólarnir byrja seinni hálfleikinn frábærlega og skora fyrstu 9 stigin, Stólarnir hafa vaknað í leiknum og eru búin að minnka leikinn niður í 3 stig. Seinni fimm mínúturnar í þriðja leikhluta eru mjög jafnar, bæði lið eru að keyra á körfuna. Þriðji leikhluti endar mjög jafn og inn í fjórða leikhluta er staðan 70-67 fyrir ÍR-ingum.

Fjórði leikhluti heldur áfram að vera jafn, Stólarnir setja þrist niður þegar það eru sirka 6:50 eftir í fjórða leikhluta og koma sér í 4 stiga forystu. ÍR-ingar taka leikhlé eftir að Stólarnir næla sér í villu og þeir setja einn partý þrist niður í þeirri sókn sem koma þeim í 7 stiga forustu. Stólarnir skora 16 stig í röð og þegar það eru sirka 3:30 eftir taka ÍR-ingar leikhlé og spjalla saman, ÍR heldur áram að keyra en lítið gerist. ÍR-ingar ná að minnka stigin niður í 6 stig þegar það eru sirka 50 sekúndur eftir, en Stólarnir klára sniðskot í næstu sókn og þá þetta eiginlega bara komið hjá þeim og leikurinn endar 82-93 fyrir Stólunum eftir hörkuleik.

Atkvæðamestir

Í liði Ír var það Jacob Falko með 28 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar og síðan í liði Tindastóls er það Sadio Doucoure með 28 stig, 8 fráköst og 1 stoðsendingu.

Hvað svo?

Næstkomandi fimmtudag fær Tindastóll hafnfirðinga Hauka norður í Síkið fyrir norðan á Króknum, en ÍR fer í Garðabæinn og mætir Stjörnunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -