Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats unnu seinni leik sinn gegn UMass Lowell River Hawks í bandaríska háskólaboltanum, 67-63. Fyrri leikurinn fór einnig fram um helgina, en Bearcats töpuðu honum með 10 stigum, 59-49. Bearcats það sem af er tímabili unnið fjóra leiki en tapað átta.
Birna var einn framlagshæsti leikmaður vallarins í leiknum. Skilaði 18 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti. Næst leika Bearcats gegn Maine Black Bears þann 23. janúar.