spot_img

Seiglusigur í Smáranum

Síðasti leikur í annari umferð Bónusdeildar kvenna var viðureign Grindavíkur og Vals. Bæði þessi lið áttu hörkuleiki í fyrstu umferð. Grindavík tapaði naumlega fyrir Njarðvík á útivell á meðan Valskonur tóku Þórskonur á lokametrunum. Það mátti því búast við hörkuleik, sem þetta var. Grindavík hafði undirtökin allan leikinn en Valur var nærri búinn að stela þessu í lokin, en Grindavík vann sanngjarnt 67-61.

Grindavík komu töluvert einbeittari til leiks og náðu fljótt smá forskoti á Val, þær voru hittnari í þriggja stigaskotunum.  Valskonum tókst þó aðeins að herða vörnina og fóru að taka niður fráköstin, en gekk bölvanlega að setja niður körfu. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 21-13. Valur með 23% skotnýtingu á móti 41% hjá Grindavík.

Óhittni Valskvenna hélt áfram í öðrum leikhluta, þær voru oft að fá fín skot en boltinn bara fór ekki ofan í. Þegar rúm mínúta var liðin tóku þær leikhlé. Eftir það fór þetta að ganga aðeins betur og náðu hægt og rólega að nálgast Gríndavíkurkonur, þegar Alyssa, sem hafði hingað til tekið því frekar rólega, setti niður þrist og minnkaði muninn í 3 stig, tóku Grindavík leikhlé. Ekki gerði leikhléið neitt fyrir þær, því Grindavík tók annað leiklé þegar munurinn var orðin aðeins eitt stig. Grindavík náði að auka muninn fyrir hálfleik og leiddu með 5 stgium 34-29.

Grindavík voru töluvert ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í upphafi seinni hálfleiks,  Án þess þó að ná að hrista Valskonur af sér. Bæði lið gerðust sek um ansi marga tæknifeila en Grindavík nýtti sér það betur og náði mest 11 stiga forystu. En enduðu  leikhlutann með níu stiga mun, 52-43.

Það var ljóst að Valskonur yrðu gjöra svo vel og fara hitta úr fleiri skotum og það byrjaði vissulega vel, þrír þristar án svars frá Grindavík og skyndilega allt orðið jafnt. Þá loks kom svar frá Gindavík og þær náðu 4 stiga forystu.

Katarzyna og Alexis báru af í sóknarleiknum hjá Grindavík, Alexis með 23 stig og Katarzyna með 18. Ísabella reif síðan niður 11 fráköst og nokkur blokkuð skot.  Hjá Valskonum var Ásta Júlia langbest með 17 stig 9 fráköst.  Jutoreyja kom næst með 15 stig, maður vill samt sjá miklu meiri framlag frá kananum.

Í næstu umferð fara Grindavík í heimsókn til Þórsara á Akureyri, sá leikur fer fram 15. okt, en Valsmenn fá Keflavíkurkonur til sín daginn eftir, 16. okt.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -