Í kvöld lauk fyrstu umferðinni í Bónus deild karla með tveimur leikjum, annar þeirra var leikur Stjörnunar á móti Íslandsmeisturum Vals. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik, báðum þessum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Stjarnan hafði töggl og haldir nánast allan leikinn og sigraði 95-81.
Það var eins og það væri eitthvað ryð í mönnum, hittnin í fyrsta leikhluta var ekki merkileg fyrir utan þriggja stiga körfunar hans Kristins Pálsonar, hann sá til þess að Valur náði mest átta stiga forystu. Þá tók Ægir málin í sínar hendur og sá um að koma Stjörnunni aftur í leikinn með mögnuðum einleik. Valur leiddi eftir fyrsta leikhluta 17-18.
Valsmenn voru síðan með undirtökin í byrjun annars leikhluta en eftir nokkrar mjög ílla ígrundaðar sóknir náðu Stjörnumenn að komast yfir áður en leikhlutinn var hálfnaður. Náðu mest 9 stiga forystu. Þá loks fór aðeins að rofa til í hittni Valsmanna og þeir fóru að nálgast Stjörnuna, en Stjarnan náði að halda Valsmönnum fyrir aftan sig og leiddu í hálfleik 40-34.
Stjörnumenn mættu síðan mjög ákveðnir til seinni hálfleiks, náðu á frekar skömmum tíma 12 stiga forskot sem neyddi Valsmenn í að taka leikhlé. Það dugði aðeins til stöðva blæðinguna og Valsmenn tóku aðeins við sér og komu nýtinguna upp yfir 30%. Valsmenn fengu blóðið á tennurnar og náðu að minnka muninn í eitt stig fyrir síðasta leikhluta 66 – 65.
Fjórði leikhluti einkenndist af mikilli baráttu, Stjórnumenn virtust eiga greiðari leið að körfunni og náðu 11 stiga forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Valsmenn reyndu að hvað þeir gátu að gera þetta af leik, en Stjarnan átti alltaf einhver svör og sigldi þessum fyrsta leik vetrarins örugglega í hús. Sanngjarn sigur 95-81
Hjá Stjörnunni var Ægir stighæstur með 24 stig og Hilmar átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig. Orri átti einnig prýðisleik. Hjá Valsmönnum voru þeir Badmus með 27 stig og Kristinn með 22 stig eiginlega þeir einu sem skiluðu einhverju framlagi. Hjálmar var reyndar traustur í vörninni.
Næstu leikir þessara liða er 10. október þegar Valsmenn fá Þór frá Þorlákshöfn en Stjarnarn heimsækir KR í Vesturbænum.
Myndasafn (væntanlegt)