spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar sterkari undir lokin í framlengdum leik í Forsetahöllinni

Keflvíkingar sterkari undir lokin í framlengdum leik í Forsetahöllinni

Keflavík lagði Álftanes í framlengdum leik í Forsetahöllinni í kvöld í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna, 101-108.

Gestirnir úr Keflavík voru betri aðilinn framan af í leiknum. Leiddu mest með 12 stigum í fyrri hálfleiknum, en Álftanes náðu þó að loka gatinu eilítið fyrir lok fyrri hálfleiksins, 48-55. Í upphafi seinni hálfleiks ná heimamenn að snúa taflinu sér í vil og eru komnir með 6 stiga forystu fyrir þann fjórða. Framan af í lokaleikhlutanum virtist ekki mikið benda til að Keflvíkingar næðu að vinna leikinn. Undir lokin fá þeir þó nokkur skot til að detta og standa leikar jafnir þegar venulegur leiktími er á enda, 96-96. Keflavík er svo mun sterkari aðilinn í framlengingunni og vinna þeir leikinn að lokum með 7 stigum, 101-108.

Atkvæðamestir í liði Keflavíkur í kvöld voru Wendell Green með 27 stig, 6 fráköst og Hilmar Pétursson með 21 stig og 7 fráköst.

Fyrir heimamenn var það Andrew Jones sem dró vagninn með 25 stigum og 8 stoðsendingum. Honum næstur var Dimitrios Klonaras með 24 stig og 6 fráköst.

Keflvíkingar eiga leik næst komandi fimmtudag 10. október gegn Hetti á Egilsstöðum, en Álftanes leika tveimur dögum seinna laugardag 12. október gegn Njarðvík í Stapagryfjunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -