Aþena hafði betur gegn Tindastóli í kvöld í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna, 86-66. Bæði lið léku í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð og eru því nýliðar í deildinni þetta árið.
Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi en heimakonur leiddu með stigi eftir fyrsta leikhluta, 19-18. Aþena nær svo að byggja upp smá forystu fyrir enda fyrri hálfleiks, en þær eru tíu stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 40-30.
Leikar haldast svo nokkuð jafnir í upphafi seinni hálfleiksins og munar enn tíu stigum fyrir lokaleikhlutann, 64-54. Í honum ná heimakonur að slíta sig enn betur frá gestunum og vinna að lokum gífurlega örugglega, 86-66.
Atkvæðamest fyrir Aþenu í leiknum var Hanna Þráinsdóttir með 19 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta. Henni næst var Dzana Crnac með 17 stig.
Fyrir Tindastól var Randi Brown atkvæðamest með 26 stig, 11 fráköst og Edyta Ewa Falenzcyk bætti við 11 stigum og 10 fráköstum.
Tindastóll á leik næst komandi þriðjudag 8. október heima í Síkinu gegn Stjörnunni, en Aþena leikur degi seinna miðvikudag 9. október gegn Haukum í Ólafssal.