spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflavík og Njarðvík unnu sína leiki á öðrum degi fjögurra liða æfingamóts

Keflavík og Njarðvík unnu sína leiki á öðrum degi fjögurra liða æfingamóts

Keflavík lagði Hamar/Þór, 69-83 og Njarðvík hafði betur gegn Aþenu, 58-74 á fjögurra liða æfingamóti í Austurbergi í kvöld, en liðin undirbúa sig þessa dagana fyrir deildarkeppnina sem hefst um næstu mánaðarmót. Keflavík og Njarðvík hafa verið í Bónus deildinni síðustu ár á meðan að bæði Hamar/Þór og Aþena verða nýliðar á komandi tímabili.

Í fyrri leiknum hafði Keflavík betur gegn Hamar/Þór. Þar var mikið jafnræði á með liðunum í fyrri hálfleik og upphafi þess seinni. Í lokaleikhlutanum tekur Keflavík þó öll völd á vellinum og er sigur þeirra að lokum nokkuð öruggur.

Stigahæst fyrir Keflavík í leiknum var Jasmine Dickey með 33 stig og Thelma Dís Ágústsdóttir bætti við 19 stigum. Fyrir Hamar/Þór var Hana Ivanusa atkvæðamest með 18 stig. Henni næst var Abby Beeman með 15 stig.

Tölfræði leiks

Í seinni leiknum lagði Njarðvík lið heimakvenna í Aþenu. Þar höfðu Njarðvíkingar tögl og haldir frá upphafi til enda. Leiddu með 7 stigum eftir fyrsta, 8 stigum í hálfleik og 17 stigum eftir þrjá leikhluta áður en þær vinna leikinn með 16 stigum.

Stigahæst fyrir Njarðvík í leiknum var Brittany Dinkins með 22 stig. Henni næst var Kristín Guðjónsdóttir með 20 stig. Fyrir Aþenu var Ajulu Thatha stigahæst með 18 stig og Dzana Crnac bætti við 12 stigum.

Tölfræði leiks

Það sem af er er Keflavík eina taplausa lið mótsins með tvo sigra. Hamar/Þór og Njarðvík eru með einn sigur. Lokadagur mótsins mun fara fram í Ljónagryfjunni þann 24. september næstkomandi.

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -