KFG lagði Þór í æfingaleik í gær á Akureyri, 75-96, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir upphaf deildarkeppni fyrstu deildar karla. Þórsarar hafa verið í fyrstu deildinni síðustu ár, en KFG er að leika í henni í fyrsta skipti. Nokkuð hefur verið á reiki með hvaða leikmenn muni leika fyrir KFG á komandi tímabili, en liðið er afsprengi sterks yngri flokka starfs Stjörnunnar. Ef eitthvað er að marka leikmannahóp þeirra í þessum æfingaleik er ljóst að um nokkuð sterkt fyrstu deildar lið verður að ræða þar sem ófáir yngir landsliða- og Bónus deildar leikmenn koma þar saman.
Stigahæstur fyrir Stjörnuna í leiknum var Björn Skúli Birnisson með 25 stig. Honum næstir voru Viktor Lúðvíksson, Ásmundur Múli Ármannsson og Atli Hrafn Hjartarson með 12 stig hvor.
Fyrir heimamenn í Þór var það Reynir Bjarkan Róbertsson sem var stigahæstur með 17 stig og Smári Jónsson bætti við 13 stigum.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]