Skallagrímur hefur samið við Sigurð Darra Pétursson fyrir næstu tvær leiktíðir í fyrstu deild karla.
Sigurður Darri er fæddur 2007 og kemur til Skallagríms frá Vestra þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki frá síðustu leiktíð. Gera má því skóna að samningsviðræður við Sigurð hafi gengið vel, þar sem fyrir komandi leiktíð hafði Skallagrímur samið við þjálfara hans hjá Vestra og faðir Pétur Már Sigurðarson
„Við bjóðum Sigurð hjartanlega velkominn til Skallagríms og það verður gaman að sjá hann stíga upp og eflast enn frekar sem leikmaður undir merkjum klúbbsins. Hann virkilega góð viðbót í hóp ungra og efnilegra leikmanna í meistaraflokknum okkar“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Skallagríms.