Undir 16 ára drengjalið Íslands lagði Kýpur í dag á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu, 60-76. Leikurinn var hluti af riðlakeppni mótsins, en þeir eru í 4. sæti riðils síns með einn sigur og tvö töp þegar tveir leikir eru eftir.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Leó Steinsen með 9 stig og 8 fráköst. Þá skilaði Jakob Leifsson 9 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum, Patrik Birmingham 12 stigum, 5 fráköstum og Sturla Böðvarsson 12 stigum.
Næsti leikur Íslands á mótinu er komandi mánudag 12. ágúst kl. 11:30 að íslenskum tíma gegn Lúxemborg.