Undir 15 ára drengjalið Íslands hafnaði í fjórða sæti á sterku opnu Norðurlandamóti í Kisakallio eftir tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um bronsverðlaun í gær. Í heild vann liðið því einn leik á mótinu og tapaði þremur, en í efsta sætinu var Danmörk og Finnland hafnaði í öðru sæti.
Að móti loknu var einn íslenskur leikmaður Steinar Rafn Rafnarsson valinn í fimm leikmanna úrvalslið mótsins. Steinar Rafn var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands á mótinu, en hann skilaði 17 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik.