spot_img
HomeFréttirÍsey Ísis og Inga Lea í úrvalsliði Norðurlandamótsins

Ísey Ísis og Inga Lea í úrvalsliði Norðurlandamótsins

Undir 15 ára stúlknalið Íslands vann til bronsverðlauna á sterku opnu Norðurlandamóti í Kisakallio í gær er liðið lagði Danmörku í úrslitaleik um þriðja sætið, 50-61. Í heild vann liðið því tvo leiki á mótinu og tapaði tveimur, en í fyrsta sæti var Þýskaland á meðan heimastúlkur í Finnlandi urðu í öðru sæti.

Tveir leikmenn íslenska liðsins voru heiðraðir að móti loknu með því að vera valdar í úrvalslið, en það voru Ísey Ísis Guttormsdóttir-Frost og Inga Lea Ingadóttir. Að öðrum ólöstuðum voru þær bestu leikmenn Íslands á mótinu, Ísey Ísis með 13 stig, 9 fráköst að meðaltali og Inga Lea með 11 stig og 13 fráköst að meðaltali í leik.


Fréttir
- Auglýsing -