Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði heimastúlkur í Rúmeníu í dag á Evrópumótinu í Ploiesti, 67-52. Leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í milliriðil um sæti 9 til 18 á mótinu, en næst mæta þær Svíþjóð á morgun föstudag kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Fréttaritari Körfunnar í Ploiesti ræddi við þær Grétu Björg Melsted og Jóhönnu Ýr Ágústsdóttur um sigurinn gegn Rúmeníu, umspilið um 9 til 18 sæti og hvernig leikurinn á morgun gegn Svíþjóð leggist í þær.