spot_img
HomeFréttirUndir 18 ára lögðu heimastúlkur örugglega í Ploiesti

Undir 18 ára lögðu heimastúlkur örugglega í Ploiesti

Undir 18 ára stúlknalið Íslands lagði heimastúlkur í Rúmeníu í dag á Evrópumótinu í Ploiesti. Leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í milliriðil um sæti 9 til 18 á mótinu, en næst mæta þær Svíþjóð á morgun föstudag kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Segja má að íslenska liðið hafi verið með tögl og haldir á leik dagsins frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta leiða þær með 7 stigum og 12 stigum þegar komið er í hálfleik. Rúmenska liðið nær ágætis áhlaupi í upphafi seinni hálfleiksins, en Ísland svarar því nokkuð vel og ná þær að lokum að vinna leikinn með þægilegum 15 stigum, 67-52.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í dag voru Jóhanna Ýr Ágústsdóttir með 14 stig, 4 fráköst, 3 stolna bolta, Ísold Sævarsdóttir með 19 stig, 3 fráköst, 3 stolna bolta og Kolbrún María Ármannsdóttir með 17 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -