spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára drengir komnir af stað á Evrópumótinu í Makedóníu

Undir 16 ára drengir komnir af stað á Evrópumótinu í Makedóníu

Undir 16 ára drengjalið Íslands máttu þola tap gegn Svartfjallalandi í dag í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Skopje í Makedóníu.

Svartfellingar voru með góð tök á leiknum frá fyrstu mínútu til enda. Íslenska liðið var þó ekki langt undan og náðu þeir með góðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiksins næstum að jafna leikinn. Nær komust þeir þó ekki, Svartfjallaland bætti við forystu sína á nýjan leik og náði að lokum að sigra nokkuð örugglega, 98-81.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Sturla Böðvarsson með 24 stig og 6 fráköst. Þá skilaði Patrik Birmingham 23 stigum, 6 fráköstum og Jakob Leifsson 15 stigum, 4 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Það er stutt á milli leikja hjá drengjunum í upphafi þessa móts, en næst leika þeir gegn Tékklandi á morgun födtudag kl. 19:00 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -