spot_img
HomeFréttirStúlkurnar lutu í lægra haldi gegn sterku liði Tékklands

Stúlkurnar lutu í lægra haldi gegn sterku liði Tékklands

Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í kvöld gegn Tékklandi á Evrópumótinu í Ploiesti í Rúmeníu, 62-71.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún María Ármannsdóttir með 15 stig og 9 fráköst. Þá skilaði Ísold Sævarsdóttir 15 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og Anna María Magnúsdóttir 14 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Leikurinn var sá síðasti sem Ísland lék í riðlakeppni mótsins, en liðið hafnaði í 3. sæti C riðils með einn sigur og tvö töp. Næst mun liðið því leika í milliriðil um sæti 9 til 18 á mótinu, en fyrsti leikur í honum er kl. 15:30 að íslenskum tíma á morgun gegn Rúmeníu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -