spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKemur að þjálfa litla bróður á Egilsstöðum

Kemur að þjálfa litla bróður á Egilsstöðum

Höttur hefur samið við Salva Guardia um að gerast aðstoðarþjálfari félagsins á komandi tímabili í Bónusdeild karla.

Salva er reynslumikill þjálfari og fyrrum leikmaður sem á síðustu árum hefur verið bæði aðstoðarþjálfari í efstu deild í heimalandinu Spáni sem og yfirmaður körfuknattleiksmála hjá félaginu Fuenlabrada.

Samningurinn við Salva er til tveggja ára og samkvæmt tilkynningu félagsins er hann væntanlegur til Hattar um miðjan ágúst, en hjá félaginu hittir hann fyrir yngri bróður sinn David Guardia Ramos sem mun leika með þeim í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -