Breiðablik hefur samið við Ragnar Jósef Ragnarsson til ársins 2026. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Segja má að Ragnar sé að snúa aftur til Blika, því hann var á mála hjá liðinu tímabilið 2018-19. Ragnar er uppalinn KR-ingur sem lék tæp þrjú tímabil í Smáranum áður en hann gekk til liðs við Hamar. Þar var hann lykilmaður sterks 1. deildarliðs með ríflega 14 stig að meðaltali yfir þriú leiktímabil. Síðustu þrjár leiktíðir hefur Ragnar verið liðsmaður Álftaness bæði í efstu og næstefstu deild.