spot_img
HomeFréttirPétur Már um sögulegt sumar undir 20 ára liðs karla "Var stígandi...

Pétur Már um sögulegt sumar undir 20 ára liðs karla “Var stígandi í liðinu frá fyrsta degi”

Undir 20 ára lið karla lauk keppni á dögunum á Evrópumótinu í Gdynia í Póllandi. Lokaleikur liðsins var gegn sterku liði Tyrklands upp á 13. sætið. Ísland vann þann leik og náði með því að tryggja sæti sitt í A deildinni á næsta ári, en Tyrkland, Makedónía og Svartfjallaland falla öll niður í B deildina.

Þennan sigur og þá er komu í síðustu leikjum liðsins mætti kalla nokkuð góðan varnarsigur fyrir íslenska liðið, sem var hársbreidd frá því að fara í átta liða úrslit mótsins, en þurftu að sætta sig við eins stigs tap gegn Belgíu, en Belgía fór alla leið í fjögurra liða úrslit mótsins.

Niðurstaðan engu að síður söguleg fyrir liðið þetta sumarið, sem að tryggði veru sína í annað skiptið í A deildinni í fyrsta skipti í sögunni, en þeir höfðu í vikunni fyrir Evrópumótið unnið fyrsta Norðurlandameistaratitil undir 20 ára í sögu Íslands. Karfan hafði samband við Pétur Már Sigurðarson þjálfara Íslands og spurði hann út í hvernig hann teldi sumarið hafa gengið hjá hópnum, hvort árangurinn hafi komið á óvart og hvað hann haldi að þurfi að gerast svo liðið geti haldið áfram að taka skref upp á við í framtíðinni.

Hvernig fannst þér verkefni sumarsins ganga, Norðurlanda- og Evrópumótið?

“Verkefnin í sumar gengu mjög vel í heildina. Það eru alltaf eitthvað sem kemur upp á og eitthvað sem betur mátti fara en heildarútkoman sumarsins var mjög góð.”

Hvernig fannst þér þróunin vera á liðinu yfir þessa mánuði?

“Það var stígandi í liðinu frá fyrsta degi. Auðvitað koma tímar þar sem hlutirnir eru ekki að ganga upp og við áttum í erfiðleikum inn á vellinum, en aðlögunarhæfni leikmanna var til fyrirmyndar. Það var góður andi í liðinu og mikil samkeppni á æfingum.

En það getur verið erfitt að æfa hérna heima og koma blint í fyrstu leiknina á meðan hinar þjóðirnar eru að keppa við hvort annað í undirbúningi fyrir þessi mót.”

Frábær árangur á NM, var það eitthvað sem kom á óvart?

“Já og nei. Við vissum að við vorum með lið í það. Maður áttir sig fljótt á því þegar maður sér hin liðin hvar okkar möguleikar liggja. Fyrir mótið er maður óviss en um leið en um leið og við sáum andstæðinganna okkar spila þá vissum að við að möguleikarnir voru góðir.”

Tapið með einu fyrir Belgíu í 16 liða, liði sem fer svo í undanúrslit, voruð þið þetta nálægt því að fara svo langt?

“Það var mjög súrt. Í undirbúningi fyrir leikinn þá sáum við að möguleikarnir á sigri voru miklir. Tókum áhættur taktíkslega sem gengu ekki upp og svo aðrar sem gengu upp. Svo í endan þá gátum við hæglega getað stolið þessu en örlögin voru ekki með okkur.

Það er stutt á milli í þessu. Ef við hefðum unnið Belga þá hefðum við spilað á móti Tékkum í 8 liða, sem unnu Serba afar óvænt. Þá hefðum við virkilega átt möguleika að fara í undanúrslit sem hefði verið sögulegur árangur. En ‘ef og hefði’.”

 Hversu mikilvægt var að halda sætinu í A deildinni?

“Það er mjög mikilvægt. Íslenskur körfubolti er að hækka ránna á hverju á ári og er í mikilli uppsveiflu. Hæfileikar leikmanna og þekking þjálfara er að aukast til muna og það er mikilvægt fyrir íslenskt landsliðsfólkið okkar að spila á háu leveli sem skilar sér svo inn í A landslið.”

Sérðu Ísland taka fleiri skref á næstu árum, hvað þarf að gerast?

“Framtíðin er björt og það er mikilvægt að félögin hlúi vel að sínum leikmönnum. Að unnið sé eftir góðum gildum og aðstaðan og þjálfunin sé í háum gæðum.”

Fréttir
- Auglýsing -