spot_img
HomeFréttirThelma Dís atkvæðamikil í tapi fyrir Kent State

Thelma Dís atkvæðamikil í tapi fyrir Kent State

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals töpuðu í kvöld fyrir Kent State Golden Flashes í bandaríska háskólaboltanum, 61-70. Cardinals það sem af er tímabili búnar að vinna fjóra leiki, en tapa fimm.

Thelma Dís var í byrjunarliði Cardinals í kvöld og skilaði 7 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta á 32 mínútum spiluðum. Næsti leikur þeirra er gegn Ohio Bobcats þann 13. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -