spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeikmaður Selfoss Körfu semur við Howard Bison í háskólaboltanum fyrir næsta tímabil

Leikmaður Selfoss Körfu semur við Howard Bison í háskólaboltanum fyrir næsta tímabil

Aljaz Vidmar leikmaður Selfoss Körfu hefur samið við Howard University um að leika með liðinu frá og með næsta tímabili í bandaríska háskólaboltanum. Howard Bison leika í Miðausturhluta efstu deildar háskólaboltans, en skólinn er staðsettur í höfuðborg Bandaríkjanna Washington D.C.

Vidmar er 19 ára og frá Slóveníu, en hann hefur verið á Selfossi síðan í byrjun þessa tímabils. Í einum leik með þeim í fyrstu deildinni á þessu tímabili skilaði hann 13 stigum og 5 fráköstum í tapi fyrir Hrunamönnum. Vidmar er annar leikmaðurinn sem fær skólastyrk frá Selfoss Körfu fyrir næsta tímabil, en áður hafði verið tilkynnt að Arnór Bjarki Eyþórsson hefði samið við Toledo Rockets fyrir 2021-22 tímabilið.

Fréttir
- Auglýsing -