ÍR hefur samið við Aþenu Þórdísi Ásgeirsdóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrir helgina.
Aþena er 19 ára gömul og að upplagi úr Grindavík, en á síðustu leiktíð var hún á venslasamning við ÍR svo hún þekkir eitthvað til félagsins.