Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers máttu þola tap fyrir Central Missouri í bandaríska háskólaboltanum í nótt, 64-71. Tigers það sem af er tímabili unnið þrjá leiki en tapað fimm.
Bjarni Guðmann lék 12 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann 3 stigum, 3 fráköstum og vörðu skoti. Næsti leikur Tigers er gegn Lincoln University annað kvöld, laugardag 9. janúar.