spot_img
HomeLandsliðinYngri landsliðFjórða sætið staðreynd eftir tap gegn Tékkum

Fjórða sætið staðreynd eftir tap gegn Tékkum

U-20 ára landslið kvenna lauk leik í B-deild Evrópumótsins í dag, þegar liðið lék við Tékka um 3. sæti mótsins og sæti í A-deild mótsins að ári liðnu.

Íslenska liðið lenti strax í holu, en staðan að loknum fyrsta fjórðungi var 18-3, Tékkum í vil. Íslenska liðið náði aldrei að koma til baka eftir þessa erfiðu byrjun og tapaði að lokum með 25 stigum, 77-52. Eva Elíasdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 16 stig.

Fjórða sætið því staðreynd fyrir Ísland að þessu sinni. Það er hins vegar besti árangur íslensks kvennalandsliðs frá upphafi, og getur íslenska liðið því gengið stolt frá borði eftir mótið.

Fréttir
- Auglýsing -