spot_img

Valur semur við Ítala

Valur hefur samið við Alyssa Cerino fyrir komandi tímabil í Bónusdeild kvenna.

Alyssa er 27 ára 184 cm kanadískur framherji sem einnig hefur ítalskt vegabréf, en síðasta vetur spilaði hún með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu þar sem hún skilaði 14 stigum og 13 fráköstum að meðaltali í leik. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku og liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og var hún valin MVP í úrslitunum.

Jamil Abiad þjálfari Vals þekkir vel til Alyssu og fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins“

Fréttir
- Auglýsing -